news

Í dagsins önn

11 Feb 2018

Mikið er búið að vera að gera í Kærabæ það sem af er nýju ári.

Í hópastarfi og vali er boðið upp á verkefni sem tengjast m.a. hreyfingu, listsköpun, kubbastarfii, tónlist og verkefni tengd málörvun og læsisstefnunni þar sem unnið er með bók og tölustafi.

Í hreyfingu eru verkefni sem reynar á líkanlegan styrk, jafnvægi og kraft ásamt þvi að börnin öðlast færni í samhæfingu og líkansskynjun.





Í listsköpun kynnast börnin margvíslegum efnivið og vinna með hann á fjölbreyttan hátt ásamt tólum tengdum myndlist. þarna gefst tækifæri á að þjálfa fínhreyfingar ásamt því að öðlast færni í að láta hug og hönd vinna saman og finna til gleði við að skapa og sjá afrakstur vinnu sinnar.

Við höfum á að skipa margvíslegum efnivið í formi kubba, stóra og litla og allt þar á milli. í kubbastarfi reynir miklið samhæfingu hreyfinga, hugmyndaflug og oft á tíðum samvinnu.

Í tengslum við læsisstefnuna hafa börnin frjálsan aðgang að spilum, púslum, bókum og kubbum tengdum bók og tölustöfum ásamt því að fara í skipulögð verkefni. X ( úr starfi, bókahorn, unnið á tússtöflu)

Unnið er með tónlist á fjölbreyttan hátt, mikið sungið, hlustað og leikið með hljóðgjafa.

Hlutverkaleikur í fullum gamgi. X (dúkkukot, furðuföt.)

Rík áhersla er lögð á útivist. "Heilbrigð sál í hraustum líkama". Í útiveru upplifa börnin margbreytileika náttúrunnar ásamt því að fá útrás fyrir hreyfiþörf sína, þar fara þau í hreyfileikji bæði sjálfssprottna og skipulagða.







Okkur finnst gaman að bjóða gestum til okkar og nú á bóndadaginn fengum við afa og pabba í heimsókn og buðum við þeim upp á hafragraut og slátur.


Við héldum í þann góða og gamla sið að bjóða gestum á þorrablót. þar stigu börnin á stokk og hver deild var með atriði á "stóra" sviðinu í sal skólans að því búnu var gestum boðið að fá sér þorraveitingar. X (frá þorrablóti)