news

Umhverfismennt

27 Nóv 2017

Góðan dag.

Í Kærabæ er kennd umhverfismennt. Börnum er kennt að lesa úr umhverfi sínu með það fyrir augum að geta farið með það sem best og nýtt það til góðs. Skoðaðar eru plöntur, smádýr, form í náttúrunni (t.d. á plöntum) o.fl. Einn starfsmaður hannaði spil upp úr Flóru Íslands þar sem farið er í gegnum heiti plantanna, finna samstæður, lottó og fara út og finna þær plöntur sem eru á myndunum. Það er sjaldan sem veður stoppar okkur í því að fara í útivist.