news

Útskrift snillinga

20 Maí 2021

Mánudaginn 17. maí útskrifaðist snillingahópurinn okkar (elsti árgangurinn) úr Kærabæ.
Athöfnin var háð takmörkunum eins og flest annað um þessar mundir en var yndisleg með nánasta fólki barnanna.
Börnin buðu gestunum sínum upp á skemmtiatriði og köku í tilefni dagsins, veittu útskirftaskjölum sínum viðtöku og voru leist út með blómi frá leikskólanum.

Nú bíða þessa skemmtilega hóps ný ævintýri handan sumarfrís og óska allir í Kærabæ þeim góðs gengis í Grunnskólanum.