Útskriftarferð vor 2017

04 Júl 2017

Það er orðinn fastur liður í Kærabæ að fara með elstu nemendur skólans í óvissuferð. Þann 2. júní síðastliðinn fóru þær Jakobína og Dagný í slíka ferð með börnin sem eru að hefja grunnskólagöngu næstkomandi haust. Lagt var af stað frá Kærabæ klukkan 8:30 með rútu Loðnuvinnslunnar sem Sverrir Gestsson stýrði og var ferðinni heitið að Hrauni þar sem börnin fengu að skoða bæði sjúkra- og slökkvibíla Fjarðabyggðar. Brunavörðum Kærabæjar sem er alltaf elsti árgangurinn var afhent viðurkenning fyrir þeirra störf að brunavörnum. Í lokinn fengu allir Svala og kleinur og börnin sungu fyrir starfsmenn. Næsti viðkomustaður var Atlavíkin, en þar var snætt nesti og farið í göngutúr og hófst leit að Lagarfljótsorminum sem sumir töldu sig hafa séð alveg greinilega. Í leiðinni bleyttu nokkrir hressilega í sér í Lagarfljótinu. Komið var við í Safnahúsinu þar sem allir fengu skemmtilega fræðslu um vinnubrögð og lifnað fólks fyrr á öldum. Endað var í Pizzu á N1. Síðan var haldið heim allir sáttir og glaðir með ferðalagið.

Bestu þakkir til allra sem lögðu hönd á pló til að gera þessa ferð skemmtilega.