news

Útskriftarferð vorið 2018

19 Jún 2018

Komið þið sæl.

Útskriftarferð vorið 2018.

Það er orðinn fastur liður í Kærabæ að fara með elstu nemendur skólans í óvissuferð. Þann 30. maí síðastliðinn fóru þær Dagný, Guðný og Alla í ferð með þau börn sem hefja grunnskólagöngu næstkomandi haust. Lagt var af stað frá Kærabæ klukkan 8:30 með rútu Loðnuvinnslunnar sem Sverrir Gestsson stýrði og var ferðinni heitið að Hrauni þar sem börnin fengu að skoða bæði sjúkra- og slökkvibíla Fjarðabyggðar. Brunavörðum var afhent viðurkenning fyrir þeirra störf að brunavörnum sem samstarfsverkefni slökkviliðsins og Kærabæjar. Í lokinn fengu allir safa og börnin sungu fyrir starfsmenn.
Næsti viðkomustaður var Atlavík, en þangað komum við í sól og blíðu þar sem snætt var nesti og farið í göngutúr. Börnin hlustuðu á söguna um Lagarfljótsorminn og hvernig hann varð til. Síðan hófst leit að orminum sem sumir töldu sig hafa séð alveg greinilega. Síðan var brunað í Safnahúsið á Egilsstöðum þar sem allir fengu skemmtilega fræðslu um vinnubrögð og lifnað fólks fyrr á öldum, einnig fengu þau að horfa á teiknimynd um Bjart í Sumarhúsum. Endað var í Pizzu á N1. Síðan var haldið heim allir sáttir og glaðir með ferðalagið.

Loðnuvinnslan og Sverrir fá okkar bestu þakkir.