news

Vorsýning

20 Maí 2021

Á dögunum var haldin vorsýning hér í Kærabæ. Á sýningunni kom hver og ein deild með atriði og sýndi á sviði sem búið var að útbúa á gangi leikskólans.

Ár hvert er haldin vorsýning þar sem aðstandendum barna er boðið að mæta og horfa á atriðin sem börnin hafa undirbúið og einnig að ganga um leikskólann og skoða afrakstur vetrarins í listaverkum og slíku. Það var því miður ekki hægt í ár sökum faraldursins en við nutum samverunnar hér innanhúss í staðin.

Að lokinni sýningu var boðið upp á vöfflur og nutu allir þess að fá gott í gogginn eftir framkomuna.