Í Kærabæ takast nemendur á við fjölbreytt verkefni. Til dæmis eru þeir í listsköpun, hreyfingu og útivist.Fatnaður þeirra þarf að taka mið af því. Reynt er eftir fremsta megni að gæta að fatnaði nemenda með hlífðarsvuntum, en slys geta þó átt sér stað.

Gott er að hafa nemendur í fötum sem hindra ekki hreyfigetu þeirra.

Fatabox barnanna eru á ábyrgð foreldranna, í þeim eiga ætið að vera föt til skiptanna eins og fram kemur á boxunum. Mikilvægt er að öll útiföt ásamt skófatnaði nemenda séu vel merkt.