Reglur leikskóla Kærabæjar

1)Leikskólinn er fyrir börn sem eiga lögheimili í Fjarðabyggð.

2)Hægt er kaupa auka 30 mín. þannig að unnt er að koma með nemendann 15 mín. fyrir heilan tíma og/eða sækja hann 30 mín. eftir heilan tíma.

Staðfesta skal skriflega hvaða vistunartíma sótt er um.

Vinsamlega verið búin að ná í nemandann fyrir lok umsótts vistunartíma.

3)Starfsfólkinu er nauðsynlegt að komast inn í leikskólann og gera sig klárt áður en opnað er og er fólk vinsamlega beðið að taka tillit til þess.

4)Foreldrar eða forráðamenn fylgi nemandanum inn í leikskólann og láti vita um komu hans, að öðrum kosti er hann ekki á ábyrgð starfsfólks. Einnig skal láta vita um brottför þegar nemandi er sóttur. Einnig skal láta vita ef aðrir en foreldrar sækja barnið. Börn yngri en 12 ára mega ekki sækja nemanda í leikskólann.

5) Kæribær er ætlaður fyrir börn á aldrinum 1- 6 ára. Sækja má um dvöl fyrir barn þegar það er orðið 6 mánaða.

6)Lágmarks vistunartími er einn mánuður. Vistunargjald reiknast frá þeim degi sem barn byrjar í leikskólanum.

Fyrir barn sem byrjar um mánaðamót greiðist fullt vistunargjald. Byrji barn eftir fyrstu viku mánaðar greiðist ¾ af gjaldi, o.s.frv. Næsti mánuður greiðist að fullu, óháð mætingu barns.

7)Vistunarargjald er innheimt fyrirfram með greiðsluseðli og skal greiðast innan þrjátíu daga, annars reiknast á hann dráttarvextir. Verði skuld vegna vistunargjalda meiri en tveggja mánaðar gömul getur nemandi misst plássið fyrirvaralaust. Fæðisgjald er innheimt með vistunargjaldi.

8)Veittur er 50 % afsláttur fyrir annað barn. Ekkert er greitt fyrir þriðja barn. Greiða ber fullt gjald fyrir það barn sem er í lengri gjaldskyldri vistun. Veittur er 30% afsláttur fyrir einstæða foreldra og námsfólk séu báðir foreldrar í fullu námi. Afslættir reiknast eingöngu af dvalargjöldum.

9)Hægt er að fella niður hluta af vistunargjaldi ef barn er frá vegna veikinda 10 virka daga samfellt eða lengur og tilkynnt hefur verið um veikindin á fyrsta degi. Framvísa ber læknisvottorði ef óskað er eftir afslætti. Afsláttur er aldrei hærri en sem nemur hálfu gjaldi.

10)Ef nemandi er frá 10 virka daga samfellt eða meira fellur fæðisgjald niður, tilkynna þarf fjarveru á fyrsta degi og sækja þarf um þetta sérstaklega.

11)Vinsamlegast látið vita er barnið kemur ekki í leikskólann vegna veikinda eða af öðrum ástæðum. Breytt símanúmer og /eða heimilisfang verður einnig að tilkynna. Eftir veikindi er barninu heimilt að vera inni í einn dag ef þess er óskað. Við tökum ekki á móti börnum sem þurfa að vera inni vegna þess að þau eru að verða veik. Börn eru smitberar á þeim tíma og geta smitað önnur börn. Læknar hafa staðfest að börn verða ekki veik af því að vera úti í fersku lofti og börnum með kvef verður ekki meint af því.

12)Vinsamlegast merkið fatnað barna ykkar þá eru minni líkur á því að hann glatist. Taka þarf tillit til þess að í leikskólanum vinnum við með ýmiss efni s.s lím og málningu sem geta farið í föt barnanna . Við reynum eftir megni að nota eingöngu efni sem eru umhverfis og náttúruvæn, tússpennar eru ekki notaðir nema í algjöru lámarki. Vinsamlegast hafið hrein föt í boxunum til skiptana og takið óhrein og blaut útiföt barnanna heim í stað þess að geyma þau í leikskólanum. Boxin eru á ábyrgð foreldra. Tæmið hólf barnanna hvern föstudag.

13)Til að tryggja öryggi allra barna sem best gefur starfsfólk leikskólans börnum ekki lyf sem þau hafa fengið ávísað frá lækni. Foreldrar eru beðnir um að hafa þetta í huga. Öðru máli gegnir ef börn eru haldin alvarlegum sjúkdómum og þurfa stöðugt á lyfjum að halda.

14)Vegna þátttöku nemanda í uppeldisstarfi leikskólans er æskilegt að á Kærabæ sé mætt eigi síðar en kl. 9:00 að morgni.

15)Eigi nemandi Kærabæjar að fá morgunverð þarf hann að vera mættur eigi síðar en kl. 8:15 því morgunmatur hefst 8:15 og varir til 8:45.

16)Ekki er æskilegt að nemandi komi með leikföng með sér í leikskólannn nema auglýstur er sérstaklegur leikfangadagur. Engin ábyrgð er tekin á leikföngum sem börnin kunna að hafa með sér.

17)Uppsagnarfrestur er einn mánuður. Segja þarf upp skriflega fyrir 20. hvers mánaðar.

Með von um gott samstarf

Leikskólastjóri