Mánakot / Skýjakot
Á Mánakoti eru 20 börn fædd 2018-2019-2020
Hafdís Bára Bjarnadóttir deildarstjóri (08:00-12:00)
Guðrún Ása leiðbeinandi (8:00-14:00)
Hildur Ósk Pétursdóttir (08:00-15:00) vinnur ekki á miðvikudögum
Aleksandra Rzeszowska ( 09:00-16:00)
Elísabet Ýr Gunnarsdóttir - Afleysing v. styttingu/ undirbuningstíma/ veikinda (10:00 -16:00)
Á Mánakoti er lögð áhersla á að börnin öðlist sjálfsöryggi og verði sem mest sjálfbjarga, ýtum undir góða sjálfsmynd barnanna með gleði og kæti að leiðarljósi.
Unnið er eftir uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar og erum við endalaust að þróa okkur í jákvæðum samskiptum.
Við bætum hugtakinu frelsi við orðaforðann okkar og æfum okkur í að vega og meta hugtakið, hvenær höfum við frelsi til athafna og hvenær á frelsi ekki við.
Uppeldi til ábyrgðar er uppeldisstefna sem verið er að innleiða í Fjarðabyggð og erum við í óða önn að tileinka okkur hana. Uppeldi til ábyrgðar er uppbyggingastefna sem gengur út á það að einstaklingurinn læri að fá þörfum sínum fullnægt án þess að ganga yfir aðra.
Þarfirnar eru fimm: ÖRYGGI (húsaskjól,fæði, klæði, reglur).
ÁST OG UMHYGGJA(fjölskylda, vinátta traust, hjálpsemi)
ÁHRIF (skipulag, örugg framkoma, taka ákvarðanir)
FRELSI (Kanna nýja möguleika,taka áhættu, tjá tilfinningar, jálvæðni).
GLEÐI (hlátur ,bros, sköpun,hamingja,orka).
Til að vera lífsglöð og hamingjusöm þurfum við reglulega að uppfylla þessar þarfir.
Við munum byrja á því að tala um öryggi
Kappkostað er að hafa jákvæð samskipti, kennararnir reyna að segja já við börnin í 95% tilfella. Ekki er þar með sagt að þau megi allt, því jáið er skilyrt, t.d. segir barn ,, Má ég fara í bílana?" Kennarinn svarar ,, Já þegar þú ert búin að ganga frá dýrunum." Ef barnið var í leik með þau.
Í uppbyggingarstefnu er gengið út frá því að einstaklingurinn læri af mistökum sínum. Allir gera mistök og við lærum að bæta fyrir þau.
UPPBYGGING ER: Að skapa skilyrði til að barnið geti lagfært mistök sín, snúiðaftur til hópsins og vaxi við hverja þraut.
Leiðarljósið okkar i vetur er: ÞEGAR VIÐ ERUM GÓÐ ÞÁ LÍÐUR OKKUR VEL
Við höldum áfram í umhverfismenntinni, að vanda okkur við að flokka, endurnýta, spara vatn og rafmagn og ganga vel um og berum virðingu fyrir öllu sem í kringum okkur er.