news

Brunaverðir 2021-2022

06 maí 2022

Í dag fór þessi flotti hópur í aðra heimsóknina sína á Slökkviliðsstöðina hér á Fáskrúðsfirði.
Í vetur fengu þau slökkviliðið í heimsókn þar sem þau fræddust um eldvarnir og verkefnið Loga og Glóð.

Við höfum rætt eldvarnir í vetur og skoðað hvort eldvarnir séu í lagi hér í leikskólanum sem og heima hjá okkur.

Í dag fengu þau svo viðurkenningu frá slökkviliðinu fyrir að vera aðstoðarmenn slökkviliðsins.
Hver veit nema þarna leynist framtíðar slökkviliðsfólk :)