news

Jólagleði í Kærabæ

20 Des 2021

Föstudaginn 17. desember var haldin jólagleði í Kærabæ.
Börn og kennarar mættu prúðbúin til skóla og vinnu og skelltu sér á jólaball strax að loknum morgunverði. Þar dönsuðum við í kringum jólatréð með yngsta stigi grunnskólans og kennurum þeirra.

Þrír rauðklæddir gestir kíktu svo í heimsókn en héldu fjarlægð til að fara eftir sóttvarnarreglum enda vilja þeir ekki bera veiruna á milli barna þegar sett er í skóinn. Þeir komu þó með glaðning handa börnunum í Kærabæ. Að þessu sinni fengu þau bókagjöf en eldri börnin fengu bókina "Eina sögu enn" og yngri börnin fengu "Leikskólalögin okkar, 2".

Kennarar og nemendur Kærabæjar óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.