Á Búðum var fyrst opnaður leikskóli þann 21.júní 1978. Hann var starfræktur á neðri hæð gamla Barnaskólans við Skólaveg. Árið 1986 var allt húsið tekið undir starfsemi leikskólans og var hann þar allar götur til ársins 2007. Flutt var í nýtt húsnæði við Hlíðargötu 56. Það hús er teiknað af Zeppelin arkitektum og er hluti af Skólamiðstöð Fáskrúðsfjarðar sem í er Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar, Tónlistaskóli Fáskrúðsfjarða og leikskólinn Kæribær.