Sólarkot veturinn 2016-17

Á Sólarkoti eru 13 börn á aldrinum 1 til 2 ára og 3 starfsmenn.

Elva Rán Grétarsdóttir deildarstjóri vinnutími: 8:00-15:00

Guðrún Ása Sigurðardóttir leiðbeinandi vinnutími 8:00-16:00

Eydís Ósk Heimisdóttir leiðbeinandi vinnutími: 8:00-12:15

Kristel Jónsdóttir leiðbeinandi vinnutími: 13:00-16:00 (Miðvikudaga 8:00-16:00)

Markmið: hópastarf

 auka félagsfærni barnsins og samleik með öðrum börnum

 að barnið læri einfaldar samskiptareglur

 að auka úthald barnsins í leik og viðveru

 að auka hugmyndaflug barnsins og gefa því tækifæri á að prófa nýja hluti í gegnum leik.

Leikur er iðja barna rétt eins og vinna er iðja fullorðinna. Í gegnum leik læra börn, þroska og þjálfa mikilvæga þætti félagsfærni eins og samskipti, samvinnu, traust og að fylgja reglum. Þetta eru nauðsynlegir færniþættir m.a. til að börn geti eignast og haldið vinum, tekið þátt í íþróttum og tómstundum og liðið vel í skólastarfi jafnt sem daglegu lífi.