news

Uppeldi til ábyrgðar

16 Apr 2018

Heil og sæl

Uppeldi til ábyrgðar - uppbygging sjálfsaga.

Í henni er fimm grunnþarfir sem hver og einn einstaklingur hefur. Þær eru miss ríkjandi hjá hverjum og einum. Þeir eru öryggi, umhyggja, áhrif, frelsi og gleði. Ef barn er til dæmis með gleði ríkjandi, þá kemur það fram í fíflaskap, segir brandara og vil vera hrókur alls fagnaðar, fá alla til að hafa gaman í kringum sig. Barn sem er með ríkandi umhyggju, vil fá að faðma aðra og gefa faðmlög, er hjálplegt og vill ekkert aumt sjá. Þeir sem eru í örygginu, eru að fylgjast með hvort allir hlutir séu í lagi.

Öryggi; það sem snýr að leikskólanum er næring, hvíld, hreyfing og að börnin hafi fatnað við hæfi hverju sinni. Einnig er það okkar hlutverk að gæta ýmsa öryggisþátta innan og utandyra í leikskólanum. T.d. að það séu klemmuvarnir, beisli í barnastólum og að hliðin séu lokuð.

Umhyggja; veita börnunum stuðning, efla vináttu, styrkja félagsþroska þeirra og gefa þeim ást. Ást styrkir okkur í mannlegum samskiptum og styrkir ónæmiskerfið. Finnum að við tilheyrum hóp og við séum metin að verðleikum. Að efla tengslamyndun á milli barna og milli barns og kennara. Sýna hvort öðru virðingu og traust.

Áhrif; Fá að taka ákvarðanir. Að rödd hvers og eins heyrist og hlustað sé á. Að börn fái tækifæri til að læra af misstökum sínum og gera misstök. Fá tækifæri til að reyna sig við ýmis verkefni og aðstæður. Fá að taka ábyrgð á verkefnum.

Gleði; Fá að fíflast og hafa gaman að hlutunum. Sjá eitthvað jákvætt í sem flestum aðstæðum. Segja brandara og hlægja með öðrum.

Frelsi; Fá að taka sjálfstæða ákvörðun, fá að gera hlutina með sýnum hætti. Fá val í leik og starfi. Fá frelsi og svigrúm til ákvörðunartöku.

Það er okkar hlutverk að uppfylla þarfir barnanna.

Myndirnar tala sínu máli.