news

Útivera

15 Mar 2019

Lögð er rík áhersla á að öll börn fari út einu sinni eða oftar á dag í Kærabæ, stundum fara allar deildir saman út en stundum fer yngsta deildin á undan eldri deildunum. Þegar allar deidlir eru úti á sama tíma þá hittast systkini.

Í Kærabæ er ekki útikennsla í eiginlegri merkingu. Áhersla er lögð á sjálfssprottinn leik barna. Orðræðan er önnur úti en inni, líkamsbeiting er önnur. Í útiveru er skynjunin önnur, t.d. á náttúruna, plöntur og dýr, veðurfræðilega séð s.s. létt skýjað, lítið skyggni, úrkoma í ýmsu formi og vindur.