Foreldrafélag Kærabæjar

Aðalmarkmiðið með foreldrafélagi Kærabæjar er að tryggja velferð og hagsmuni barnanna og stuðla að velferð þeirra. Tengsl foreldra og leikskóla styrkja einnig uppeldisstarf leikskóla og ytri umgerð starfsemi hans.

Hvað gera foreldrafélög ?

Foreldrafélög skipuleggja atburði á vegum foreldrafélagsins og leikskólans t.d. ferðalög, föndur, skemmtanir, uppákomur, fyrirlestra, hátíðir, heimsóknir o.s.frv. Foreldrafélagið styður leikskólastarfið með því að taka þátt í kostnaði og aðstoða við undirbúning atburða.

Foreldrafélög beita þrýstingi ef eitthvað má betur fara í leikskólanum t.d. húsnæði, lóð sem stenst ekki öryggiskröfur, hættuleg leiktæki. Leikskólastjóra er mikill styrkur í stuðningi foreldra sem beita þrýstingi á leikskólaráð.

Foreldrafélög vinna í málum ef innanhúsvandamál koma upp t.d. ef foreldrar eru óánægðir með sumarlokanir, ófullnægjandi starfsemi, starfsmannaskort, skorts á faglærðu fólki o.fl.