Texta Kunnátta kæti kærleikur eru einkunnarorð skólans. þau eru til þess að lýsa yfirbragði og staðblæ hans. Eru þau höfð til hliðsjónar í öllu starfi og við allar aðstæður.

Kunnátta – Að laða fram hæfileika hvers og eins með fjölbreyttum viðfangsefnum. Hver og einn fær að njóta sín á eigin forsendum.

Kæti – Bernskan á að vera gleðitími. Við vinnum saman glöð í bragði, kát og hress, hér og nú. Að vera glaður og geta glaðst með öðrum er góður eiginleiki sem ýtir undir vellíðan og velgengni.

Kærleikur – Að sýna umburðarlyndi og virðingu gangvart mönnum og umhverfi. Að lifa og þroskast í sátt og samlyndi.