news

Rökræður

03 Mar 2022

Góðan daginn.

Undanfarnar vikur hefur snjóað mikið hjá okkur. Börn og starfsfólk hafa verið dugleg að leika í honum. Eins og í gegnum árin þá var búinn til snjókall /kelling. Tvær ungar stúlkur á fjórða ári rökræddu mikið um hver þetta gæti verið, þær voru báðar sammála um að þetta væri einn af starfsmönnunum. Önnur hélt því fram að þetta væri Helga, hin að þetta væri Magga. Þær voru báðar viss í sinni sök, og tóku vel á í umræðunni um það. Það komst ekki niðurstaða í málið fyrr en önnur þeirra segir ,, Þetta er Magga, hefur þú séð Helgu einhvern tímann með trefill?" Þá var málið útrætt. Því Magga er oftast með stórar slæður um hálsinn, ekki Helga.