news

Sólardagurinn

28 Jan 2022

28. janúar er sólardagurinn okkar á Fáskrúðsfirði en þá nær sólin í fyrsta skipti á árinu að skína á allan bæinn frá fjalli til fjöru. Við fögnum þessum degi ár hvert með sólarpönnukökum og að sjálfsögðu var dagurinn í dag engin undantekning. Hér var borðað óhóflegt magn af pönnukökum og nutum við hvers bita.
Snillingahópurinn okkar bjó til þessa fallegu sól í tilefni dagsins.

Vertu velkomin kæra sól :)